31.1.08

...ny..tímakassinn....

...jæja börnin mín...ég er komin á mitt hótel og sátt og ánægð eftir ferðalagið og fyrstu nóttina hér...var sótt af yndislegum bílstjóra frá eþíópíu á flugvöllinn og má því segja að fyrstu samræðurnar í þessari ferð hafi verið snilld....gaman að því ...ég var heppin með sessunauta í báðum flugunum, en að mínu mati þá telst ég heppin ef ég fæ sæti við gang og sessunaut sem er ekki að spjalla allan tímann....næs...svona er ég orðin veraldarvön...ég vil bara tjilla í flugi...annað mál á jörðu niðri þá er ég til í spjall....annað gildir fyrir sessunauta sem eru líka ferðafélagar....
....í morgun átti ég mikilvægan fund í empirestate-byggingunni og rölti ég þangað í íslenska úlpuhúsinu mínu sem fékk að fljóta með í ferðina....ég komst á leiðarenda ekkert mál....fínasti fundur sem endaði á því að ég fékk að skoða útum skrifstofugluggana til að sjá útsýnið sem er ekkert slor....eða hor....svo var það göngutúr heim á hótel...á leiðinni hitti ég indæla austin texas búa sem gátu ekki fundið hótelið sitt....ég gat ekki hjálpað þeim því þau voru ekki með heimilsfang....en gaman að því....spjallið við þau endaði á því að einn spurði hvort hann mætti spyrja mig séríslenskrar spurningar....go right ahead sagði ég...og viti menn hann vildi vita hvernig maður ber fram nafnið Björk...hahaha...ég hjálpaði honum að bera fram þetta nafn, og auðvelt var það því ég hef verið að bera það fram frá því ég fór að tala....hahahaha.....en svona er dagurinn minn í bili....núna fá mér sígó...svo kannski bara útí göngutúr aftur.....ástogfriður....ykkar tb....

p.s. tíminn er svo skrítið fyrirbæri...núna er ég alvarlega í fortíðinni miðað Hörpu....sem er 16 tímum á undan mér....

6 ummæli:

Heiða sagði...

hei, jibbíjei. og hei aftur. og vei!

Nafnlaus sagði...

Hó hó bara í kuldaúlpu í NY að tala við innfædda um íslensk mannanöfn, til lukku kv. tengdó

baba sagði...

húrra! lífið er yndislegt! gott að heyra hvað er gaman...eþípía, texas og útsýnibútsýni mar....ég er búin að vera ógóofurdugleg að flytja...er núna að láta renna í bað (sem nóta bene er lengra en mitt gamla! vei!) eftir allan hamaganginn...gamlahús orðið hreint og tómt...þvílík duglegheit...stefni svo á amk kosti eitt viskíglas í kvöldinu...tek sopa fyrir þig mín kæra...

Nafnlaus sagði...

hæ sæta Thelma!
Ég átti samtal við hana ömmu mína í gær og kom í ljós að þið eruð mestu mátar frá því í myndlistinni. Hún sagði mér nokkrar sögur af því hvað þú ert yndisleg manneskja og hvað hún dásamaði það hvað þú værir flott klædd og fannst svo æðislegt hvað þú værir niðri á jörðunni.

Þessu öllu var ég svo hjartanlega sammála. Ég er glöð hvað þú ert að njóta lífsins út um allann heim.

Eigðu yndislegar stundir (frænka! ;) og njóttu þín í NY og allstaðar annarstaðar með henni Hörpu þinni.

Amma og ég biðjum voða vel að heilsa út.

Knús!

Sirrý

Nikki Badlove sagði...

takk fyrir ástina sætu englar...

Nafnlaus sagði...

Æi snúllan mín
Mikið er rosalega gaman að heyra hvað er búið að ganga vel. Lífið þitt er ævintýri og njóttu þess vel mín kæra. Hlakka til að lesa meira um það sem framundan er. Knús og kossar frá stóru sys. LOVE, GSJ