17.2.11

....rauðir...

...er búin að leita frekar víða, búin að labba í allar búðir í gönguleið (tuttugu mínútna radíus)....hvergi til rauðir sokkar....í gær fór ég á bíl í skeifuna...fann heilrauða nælon fótboltasokka án merkja í rúmfatabúðinni.....keypti tvö pör, enda á góðu verði....núna er markmiðið að kaupa í það minnsta tvö pör ef ég finn rauða sokka sem eru almennilegir og standast mínar kröfur....nælon sokkar er langt frá mínum venjulegu kröfum en núna verð ég að breyta gömlum vana fyrir nýja vanann...sem er rauði liturinn fyrst og fremst....næsta markmið er að finna rauða varma sokka númer 40+...þeir eru angóru og því eðal ull fyrir mínar dýrmætu og femínísku fætur....

núna er ég í nælonfótboltasokkunum...ég klippti toppinn af öðru parinu svo að ég væri ekki með of mikið af óþarfa efni (ég er ekki í hlífum innan undir)....af klippurnar nýtast síðan sem fyrirtaks handahosur....jáhá...og engin þörf á að falda af því þetta er svo mikið nælon eitur....en mér er merkilega hlýtt í þeim, þar sem þeir eru úr næloni....en liturinn hefur þessi áhrif....þessir eru rauðir með gulum í...appelsínurauðir en samt rauðir sko!!!!!!

15.2.11

í dag..rauðir sokkar með stjörnum...næstum eins og :

þessir eru mjög svipaðir sokkunum sem ég er í í dag....frekar þunnir og fínprjónaðir bómullarsokkar sem reyndust mjög "heitir" á rauðusokkagöngu dagsins....það er gott að vera í þeim...en á eftir ætla ég að skipta yfir í ullarsokkana með gráu röndinni efst....það eru ekta heima kósí sokkar....og mjög heitir....

rauðir sokkar...

eru einfaldlega betri en aðrir sokkar...rauður litur gefur hita og eflir máttuga tengingu við jörðina....vitur kona benti mér á þetta á sunnudaginn var og fann ég strax í hjarta mínu að þetta væri gamall sannleikur, áður gleymdur að koma upp á yfirborðið.....rauðir sokkar....há femínískir og sjóðandi heitir.....á sunnudagskveldið fór ég í gegnum sokkakörfuna mína og fann þar eitt par af rauðum sokkum (heilrauðir, ljósdimmrauðir ef út í það er farið) fór í þá og fann fyrir þessu....á mánudag ákvað ég að verða mér út um fleiri rauða sokka og helst ekki klæðast öðrum litum á fótum (nema undir ákveðnum tískuaðstæðum)......harpan mín gaf mér þrjú pör á mánudaginn sem við fundum í Europris.........ljósgulrauða grófbómullarsokka með grárri rönd efst....heil heitrauða fínbómullarsokka með hvítum fimmarmastjörnum......sterkrauða fjallgöngusokka með dökkgráum botni......í dag á þriðjudegi fór ég í göngutúr með það í huga að finna rauða sokka...fór í nánasta umhverfi austan við r5...nóatún, apótek, krónan, byko, olís og svo ellingsen...í ella fann ég rauða varma angóruullarsokka á 20% afslætti....keypti par en las ekki stærðina fyrr en ég hitti Hörpuna við lok rauðsokkugöngu dagsins...þá ók hún mér í Ella og þar fékk ég þær uppl. að rauðir í minni stærð (40 +) væru ekki til í augnablikinu en benti Elli mér á að fara á varma.is...fékk ég endurgreitt í seðlum....sit nú heima og plotta hvernig ég finn rauða sokka....er að hugsa um að kaupa bara íþróttaliðssokka sem eru rauðir....????eða læra að prjóna....eftir ritgerð kannski....en þar til næst...mun ég þræða borgina þar til ég hef fundið mér alla þá rauðu sokka sem ég kæri mig um að nota.....ást....

2.2.11

vetur

pottþétt vetur....snjór...slapp....vindur...vaxandi sól....aukinn raki...og svo barasta áður en við vitum af verður komið vor....

þetta er orðið árstíðakennt blogg....það er bara nokkuð svalt....er enn að skrifa ritgerðina....og held því áfram þar til ég lýk verkinu....sem verður einhverntímann í framtíðinni....algjört aukaatriði að hugsa um dagsetningar....áður en ég verð gömul....

kannski verð ég sjálfkrafa gömul þegar ég klára....klár gömul!!!