27.4.08

..Írland kallar...

...núna er ég búin að pakka og bíð spennt eftir því að fara í flugið til N-Írlands....ég talaði við konuna mína áðan og þá var hún á leið í steinaskoðun að hætti Íra...það gerði mig svolítið forvitna enda gleðja steinar mig...ég vona að hún finni góða orku....ég ætlað kíkja á steina á morgun...

...ég er búin með ritgerðina mína...sofandi systur heitir hún og fjallar um femínískt samviskubit og aftengingu kvenna við andann og bælingu innra eðlis...ef þið hafið áhuga á að lesa þá er ég til í að senda hana....hmmm....já...ég er búin að ákveða að skilja tölvuna mína eftir í London heima hjá B....ég ætla bara að fara með bók til að skrifa í og bók til að lesa....ekki örvænta strax þar sem ég kem eflaust til með að kíkja í tölvuna hjá betri helmingnum...ást og friður...gleði og hamingja...hugsaðu jákvætt....það virkar....

26.4.08

...bloggmanía...og dúfa dagsins......elsku þið og elsku ég...þar með hef ég ávarpað allan heiminn...í dag er laugardagur og ég fór og keypti mér dúlluferðatösku sem má fara með í handfarangur í flugvélum....júhú....keypti hana samt með rútuferð í huga því að á morgun flýg ég til N-Írlands og verð með á rútutúrnum þar til 4.maí....gaman að því...ég er alveg rosalega spennt...spenntust fyrir því að sjá Hörpuna mína...spennt fyrir því að fá að sofa í tveggja hæða rútu með skemmtilegum píkum....eiginilega eru þær frábærar stúlkukindur...svona einsog ég.....


...heimsvana ég gúglaði ferðatöskum í Lundúnum áður en ég fór afstað í leiðangurinn...besti díllinn var í debenhams og sú búð sem er styðst frá mér er á oxfordhellstreet....ég var næstum því farin þangað...en þegar ég loksins komst á Paddington og sá mannþröngina sem beið eftir oxfordhelllínunni þá tók ég veraldarvana ákvörðun...ég breytti um stefnu (sem er ólíkt mér nema vera búin að hugsa málið vel og lengi) og skellti mér bara á kensingtonstrætið...miklu færri í lestinni þangað og mun meira næs umhverfi til að versla í....bara til að segja ykkur frá því hversu mikið ég hef þroskast síðastliðna mánuði þá ákvað ég að leita ekki að debenhams heldur fór bara í næstu búð sem var marksogspencers....alveg ógeðlsega (ofboðslega) kúl á því að breyta um áætlun...þar fann ég þessa fínu tösku á 49 pund....jibbí...á sama verði og hleðsluhelvítistækið kostaði mig um daginn (og auðvitað kom gamla hleðslutækið mitt 10 tímum eftir að ég keypti nýtt)...jemmsí þetta er spennandi líf...núna er ég komin á hótelið mitt sem verður kúrikotið mitt í 24 tíma í viðbót...ætlað klára ritgerðina mína í dag...og eiga svo deit við hana jennifer mína í kveld....hver er þessi jenn....hahaha...það er leyndó....bless kex...

24.4.08

...ókeypis rauðvín...

...sit í svítunni minni....með rauðvínsglas við höndina....eiginlega frekar við munninn...það er complímentary...ég veit ekki hvort ég eigi að trúa því....kannski er þetta bara besta hótelið ever....hmmm....líka ókeypis vatn....sparkling eða still og ókeypis hnetur og snakk og gúmmíbirnir.....er þetta of gott til að vera satt eða er ég vantrúa á að nokkuð sé ókeypis í þessari veröld okkar.....ég er allavega að reyna að njóta þess.....ég er meira segja svo djörf að ég náði mér í ókeypis net....í stað þess að borga 15 pund fyrir sólarhringinn(eins og ég gerði í gær)þá freistaðist ég til að kíkja á netlistann og náði að tengjast þessu fína neti....

....ég er að gera ritgerð um femínískt samviskubit.....sofandi systur...ég myndi kunna að meta að nornir og galdrakarlar myndu senda mér skrifistrauma....það gengur reyndar vel en mig langar svo mikið til að klára um helgina....það væri brilllíant....núna langar mig að fara niður í lobbí og lokka hótelkisuna uppí herbergi með mér til að kúra....kisur eru svo fallegar og góður félagsskapur...það gleður mig þegar kisur eru á stöðum þar sem maður á ekki von á því...eins og í Duus-húsum í Reykjanesbæ....þar er hann Dúsi kisi....sem er reyndar kona...loks búið að kyngreina greyið rétt....ég kallaði hann alltaf Freyju þar til dýralæknirinn sagði að hann væri strákur....en núna er læknirinn búin að breyta um skoðun....eða breytti kisi um skoðun....söng á kisumáli: one day i´ll grow up and be a beautiful woman.....lalalala.....það er margt skrítið í kýrhausnum.....ég sakna konunnar minnar svo mikið....en það gleður mig á einhvern sm-hátt....því þá veit ég hversu heitt ég elska hana....hvenær ég fæ að sjá hana veit ég ekki alveg.....en allavega næstu helgi....kannski fyrr.....hmmm....ég er greinilega orðin góðu vön.....ég ætlað einbeita mér að sakna ykkar sem ég hef ekki séð lengi....og senda ykkur öllum ást og gleði í mallana ykkar.....

23.4.08

...jessörí bob...

...komin og farin og komin aftur til London...gaman að því...vorum í plymouth...það var/er sætur bær sunnan við L og er við strönd....núna er ég komin á sætasta hótel ever...gamaldags og ekta....húsið var byggt 1865 og þjónaði m.a. sem kvennaskóli og kvennasjúkrahús....spennó...það eru sko píkustraumar hér á bæ.....hef lítið bloggað því ég gleymdi hleðslutæki tölvunnar í usa...fed exið svolítið lengi að virka og á endanum...sem er í dag...fór ég og keypti mér hleðslutæki fyrir 50 fokkins pund....til að láta mér líða betur þá fór ég og keypti mér dvd og cd fyrir sömu upphæð í annarri búð....núna á ég twinpeaks seríu og killbillI og II....og búddatjill disk sem er að rúlla hér í bakgrunninn...minn...því ekki heyrið þið tónana....hvernig ætli búdda ekki tjill hljómi hugsa ég......ætli orginal hleðslutækið komi ekki á morgun...en þá vitið þið sem þekkið mig að ég á uníversal hleðslutæki sem ég er alveg til í að lána....það virkar reyndar ekki fyrir makka en mér er drullufokkinssama um makkapakkið......

....ég er með svalir á hótelherberginu og það fyndna er að konan í lobbíinu vildi ekki kannast við að það væru svalir á þessari byggingu...en ég kemst út um gluggann minn og það eru meirað segja borð og tveir stólar þar úti og danskur fáni???...kannski eru þetta draugasvalir...kannski er ég í draugaherbergi...númer 11....við harpa horfðum á 1408 um daginn...það er ógnvænleg mynd og súr um hótelherbergi sem er svo útúrdraugað að leonsí gæti ekki einu sinni hrætt draugana þaðan í burtu....ég ætlað halda áfram að fara út að reykja á svölunum og ímynda mér að ég sjáist ekki af götunni....kannski fer ég í alsbert sólbað þar á morgun þar sem það er frekar fínt veður hér í borg....eða landi....

18.4.08

...bretlandið...

......búin að vera hér í faðmi hörpunnar í fimm daga...það er rosalega gott....hálffegin að vera laus við skýjaklúfana en sakna bátsins....hér er meiri mengun....náði að fara í partí í gær frá hálf tvö í nótt til hálffimm....kúl....vorum að koma úr bíó...son of rambow....mjög góð og falleg mynd....hmmm...ég er andlaust fyrirbæri....kannski bara ofurlítið þunn...ást og friður...

13.4.08

...gúdbæ júessei...

...núna er komið að því að kveðja bandaríkin og stóru matarskammtana....ég held til englalandsins á morgun....ég er búin að dvelja í besta yfirlæti á bátnum dimmu í heila viku....dimma er við höfn í ny og situr fyrir utan vinnustofuna hans M.B....hér er mikið af góðu fólki...enn önnur fjölskylda sem ég er búin að kynnast....í gær fór ég aðeins uppá landið...skrapp í gallerígöngutúr á 22.stræti...það var fallegt....markaðir og laugardagsgleði í sólríku newyork....labbaði um 15 km.....alla leið heim í íbúðina þar sem ég kom við til að fá mér kaffi á svölunum....áhugavert...málið er að ég var með svo mikla sjóriðu að ég var einsog sjókona í fárviðri...og gat ekki beðið eftir því að komast aftur heim á bátinn eða í það minnsta niður í jörðina um borð í hristilestarnar....ég læknaðist um leið og ég kom um borð...núna sit ég á skrifstofunni á þurrulandi og mér líður einsog allt snúist...nema ég...hahaha...ég ætla barað drífa mig aftur um borð og njóta síðustu stundanna á vagginu og veltunni áður en ég fer í flugið og hristi af mér þessa sjóriðu......jæja börnin mín góð...verið góð hvort við annað...verið líka góð við sjálfið ykkar...ég kveð að sinni....ást, friður og hamingja.....tb

8.4.08

...ahoj...

.....það er mjög gott að lúlla í bleikuleg herbergi um borð í bát....svo ljúft þegar öldurnar vagga manni....svo er líka súrt að borða morgunmatinn horfandi á skýjaklúfa með fram vatninu....þetta er nú aldeilis spennandi.....en það er ekki einsog ég sé að míga í saltan sjó í fyrsta sinn.....

5.4.08

...sólísveit...
...vá hvað titlarnir verða einsleitir þegar maður er í sveitinni....það snýst allt um sveitina....núna er ég að njóta síðustu augnablikanna í sveitinni....ég ætla að flytja á bát í næstu viku.....skrifstofan mín verður í stúdíói aftur....sjórinn fær að vagga mér í svefn.....þar til ég togast endanlega yfir hafið til Englalandsins.....ég var líka bitin af maur í gær eða nótt...og langar barað farúr skóginum áður en hann nær að éta mig upp til agna....ég lít á litla maurbitið sem viðvörun.....ef ég á að velja milli blóðmaurs og marflóar....þessi litli vinur var búin að éta sig hálfa leið inní lærið á mér...og búin að drekka fullt...hahaha...við rósamaría náðum honum út með herkjum...olíu og töngum.....ég held að eitthvað af honum hafi orðið eftir inní mér...en það er kúl....ég lofa að láta vita ef ég fæ hita og Lyme-sjúkdóminn....múhahahaha....en ég held að það verði í lagi með mig því ég er búin að endurnýja lýsisbirgðirnar...fann þetta fína þorskalýsi í spænskriallskonarbúð....það virkar vel....p.s. ég sé eftir því að hafa veitt tvær stóru könuglærnar í gær áður en ég fór að sofa....þær hefðu nefnilega pottþétt étið maurinn og þá hefði ekki verið nartað í mig...en ég setti aðra út og hin varð að sitja í glasi í nótt og fylgjast með maurnum éta mig....sexý?

4.4.08

...nú

na...er...í dag fór ég yfir á blússandi rauðu ljósi á 42. og 7.....hahaha...og það í hátraffík...mússí mú...var næstum búin að keyra á nokkra gangandi vegfarendur en allir sluppu frá mér...og ég slapp frá því að vera handtekin....málið er að ljósin hér hanga oft mjög hátt uppi þannig að ef maður er ekki með andlitið í gluggunum að spáí ljósum þá getur maður misst af þeim.....og ég var kannski líka að hlusta á rósumaríu-spænskaútgáfan....ení hú...hámarkið....ég komst í gegn...heim í hosiló....
p.s.woodsroadhúsið og allir sem búa þar sakna hörpuokkar....farið nú vel með hana á ísalandinu...