31.3.08

...sveitasæla...

...harpa orðin meistari í sudóku...reyndar háð því í leiðinni....ingibjörg þorbergs syngur á ipodinum.....ljúf rigning vökvar náttúruna alla....það er komið vor....plönturnar brosa....og rigninginn rennur sér niður brjóstin því þau eru rennibraut í svona veðri ef maður væri úti alsber....svona er þetta bara....Fíasól er orðin átta ára og þarf að fara aftur á bókasafnið í Grasabæ....harpan á leið heimí hósiló ekki á morgun heldur hinn...og kemur svo hinn hjá ykkur....hún týnist í flugvélagapi næturinnar og birtist með vorsólinni heima á Vallarheiðinni....rómantík....ég verð hér og flétta korngula hárið mitt og fæ mér límonaði (frá BrynjuMagndísar) um leið og ég hugsa um ástina.........músssí mú....

....borgin á eftir eða ekki....veit ekki.....whatever....sveitin er bara svo ljúf.......

22.3.08

...viljiði pælí þessu?


...hótelí úbekistan...

...eða tíbet...eða tjeflavík...kjeppsinn bara heitur á því...hahaha...í dag er langur föstudagur...nei...það er laugardagur...og ég er í tímaleysi....úbbs....ætla að farí páskagöngutúr í skóginum.....teygja fæturna í sólinni og ferskum vindinum....já það er nú gott að vera til....

...þýðing: veit varla hvar ég er.töffarinn ég bara kúl.fyndið.hélt það væri föstudagur dauðans en svo er bara laugardagur og ég ætla í skógargöngu.fínt veður......

...p.s.trix í morgunmat er einsog að borða ávaxtaloft með mjólkurregni....

16.3.08

tóm

þegar maður er rólegur þá kemur svona gott tóm....jússs.....harpa er að ljúka við gátu 67 í sudókú vélinni sinni....ég er að tyggja jórturleður....við erum saman í tóminu....fjarri áreiti....í hverdagslífi prinsessanna á klettinum.....ha....?
...skemmtið ykkur vel á top of the rock túnæt....við erum á okkar top of therock og sendum orku.....skál....ást og friður....

15.3.08

...sönnunargögn....
....það er nótt...ég er búin að skila tveimur ritgerðum síðasta sólarhringinn...nú er kominn mánahringur....það er nótt...einu sinni var nótt inní mér og samt var dagur úti...sól og svoleiðis...þessi mynd er tekin þá...útí sólinni í sanfransiskó...útí smók...milli fluga....bíllinn fyrir aftan sannar að við vorum úti...haha!

14.3.08

...systa á galdraeyjunni....ú la ú ú ú...


...hæ hó...búin að skila af mér einni stórri ritgerð...jei fyrir því að skrifa í sveitinni þegar maður loksins jafnaði sig á flugþreytunni.....nú er barað rumpaf sér næsta verkefni og sigla svo ljúft inní helgina.....músssí mei.....gaman að þessu...já ég er líka búin með skattaskýrsluna og launamálin...hahaha....það er svo auðvelt að tækla hversdagsleg verkefni þegar hversdagurinn er svona yfirvegaður og sveitaður....júbbbbí jei....það er ekki að sjá á þessum textað ég sé master nemi í félagsfræðideild háskóla íslands...oooneee....haggí bara....ritgerðin eriggié....újeah.....over....
p.s.þetta eru leyfarnar af morgunverði okkar hörpu á sjanghæ hótelið....vestrænt ofursukk....kannski táknuðu leyfarnar það sem koma átti og er....amerískir ofurskammtar eru búnir að smita sjanghæhótelstarfsfólkið...
pp.ss.sjanghæ með því súrasta sem ég hef upplifað...músssí mei...ekkert mál kalli minn, náðu barí speismagnarann og settu á þig húfutetrið......

8.3.08

...harpa og harpan......svona er sveitalífið einfalt...bara spilað aðeins á hörpu í morgunsárið....svo taka rútu í borgina seinnipartinn....allt gott að frétta héðan....erum óðum að jafna okkur á flugþreytunni og farnar að njóta þess í botn að vera í sveitinni....sendum ykkur sem lesið ást og frið í hjartað...það er svo gott að senda góða orku...prufaðu það bara.....

7.3.08

...sveit ny....

...erum komnar til ny í sveitina....lausar úr ritskoðuninni í sjanghæ...þar var ekki hægt að blogga þar sem allt sem heitir blogspot er bannað....en nú má blogga og þá er ég andlaus....kannski meira flugþreytt...erum fjórar konur í þessu húsi og höfum allar aldrei verið eins jetlaggaðar eins og þessa viku....t.d. vaknaði ég um daginn kl. þrjú um nóttu...og ekkert hægt að gera en að fara fram úr og byrja daginn....í myrkri einsog um hávetur á ísalandinu....aní hú...bara smá kveðja....