1.10.09

...tileinkað heiðu....

...hér er smá af mér fyrir þig sérstaklega....hvatning í bloggi meðtekin og ég komin af stað í þessum skrifuðu orðum....orð eru nefnilega mikilvæg og ég veit þú elskar orð....orðamorð er líka skemmtilegt....eða orð með morðinu oná borðinu.....haustlaufin fjúka enn inn á stofugólfið og fá að þorna upp endanlega...þar til gulluryksugan (bosch keypt með gullu í kef-byko) kemur og sígur þau upp í rykuga líkkistu sem pokinn er.....haustið er löngukomið og veturinn bíður við dyrnar spenntur að komast inn eftir allt fjörið.....ég er laus við samviskubitið....næsta mál á dagskrá er að hætta að reyna bjarga öllum heiminum og bjarga honum þannig.....það er hamar og berg í bjargi...fluglæsileg inniheldur líka glæsileg....hei vei jei sei no more....

4 ummæli:

Heiða sagði...

,,næsta mál á dagskrá er að hætta að reyna bjarga öllum heiminum og bjarga honum þannig". Þetta er speki dagsins fyrir mig. mhm. Og orðið Danger inniheldur líka Anger, spáðu í því.

Nikki Badlove sagði...

...nú man ég eftir heimspekiátfittinu sem þið gáfuð mér í afmælisgjöf....ég fer í það og raka laufin saman...annað hvort inní stofu eða útá túni....það er gaman að vera andlega útá túni....og vita af því....þannig bara....

Nikki Badlove sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

hvað hét aftur bangsinn sem var stundum í svona heimspekiátfitti..Paddington! ég sé þig semsagt fyrir mér sem Paddington útá túni að þefa af laufunum:) múhaha
Gugs