26.4.08

...bloggmanía...og dúfa dagsins...



...elsku þið og elsku ég...þar með hef ég ávarpað allan heiminn...í dag er laugardagur og ég fór og keypti mér dúlluferðatösku sem má fara með í handfarangur í flugvélum....júhú....keypti hana samt með rútuferð í huga því að á morgun flýg ég til N-Írlands og verð með á rútutúrnum þar til 4.maí....gaman að því...ég er alveg rosalega spennt...spenntust fyrir því að sjá Hörpuna mína...spennt fyrir því að fá að sofa í tveggja hæða rútu með skemmtilegum píkum....eiginilega eru þær frábærar stúlkukindur...svona einsog ég.....


...heimsvana ég gúglaði ferðatöskum í Lundúnum áður en ég fór afstað í leiðangurinn...besti díllinn var í debenhams og sú búð sem er styðst frá mér er á oxfordhellstreet....ég var næstum því farin þangað...en þegar ég loksins komst á Paddington og sá mannþröngina sem beið eftir oxfordhelllínunni þá tók ég veraldarvana ákvörðun...ég breytti um stefnu (sem er ólíkt mér nema vera búin að hugsa málið vel og lengi) og skellti mér bara á kensingtonstrætið...miklu færri í lestinni þangað og mun meira næs umhverfi til að versla í....bara til að segja ykkur frá því hversu mikið ég hef þroskast síðastliðna mánuði þá ákvað ég að leita ekki að debenhams heldur fór bara í næstu búð sem var marksogspencers....alveg ógeðlsega (ofboðslega) kúl á því að breyta um áætlun...þar fann ég þessa fínu tösku á 49 pund....jibbí...á sama verði og hleðsluhelvítistækið kostaði mig um daginn (og auðvitað kom gamla hleðslutækið mitt 10 tímum eftir að ég keypti nýtt)...jemmsí þetta er spennandi líf...núna er ég komin á hótelið mitt sem verður kúrikotið mitt í 24 tíma í viðbót...ætlað klára ritgerðina mína í dag...og eiga svo deit við hana jennifer mína í kveld....hver er þessi jenn....hahaha...það er leyndó....bless kex...

2 ummæli:

Unknown sagði...

ég fíla nýja og breytta thelmu..sem tekur áhættur í stórborg

Nikki Badlove sagði...

...já háts....ég veit þú fílar mig ástin mín...og þú ert svo skilningsrík að lofa mér að fara á deit með öðrum konum...hehehe..og ég svo skilningsrík að lofa þér að sofa með tíu skvísum í rútu...bulli bulli bulli...hlakka til að sjá þig í kveld...herbergi 109...ég er fegin að það er ekki númer 1408....múhahahaha