5.4.08

...sólísveit...




...vá hvað titlarnir verða einsleitir þegar maður er í sveitinni....það snýst allt um sveitina....núna er ég að njóta síðustu augnablikanna í sveitinni....ég ætla að flytja á bát í næstu viku.....skrifstofan mín verður í stúdíói aftur....sjórinn fær að vagga mér í svefn.....þar til ég togast endanlega yfir hafið til Englalandsins.....ég var líka bitin af maur í gær eða nótt...og langar barað farúr skóginum áður en hann nær að éta mig upp til agna....ég lít á litla maurbitið sem viðvörun.....ef ég á að velja milli blóðmaurs og marflóar....þessi litli vinur var búin að éta sig hálfa leið inní lærið á mér...og búin að drekka fullt...hahaha...við rósamaría náðum honum út með herkjum...olíu og töngum.....ég held að eitthvað af honum hafi orðið eftir inní mér...en það er kúl....ég lofa að láta vita ef ég fæ hita og Lyme-sjúkdóminn....múhahahaha....en ég held að það verði í lagi með mig því ég er búin að endurnýja lýsisbirgðirnar...fann þetta fína þorskalýsi í spænskriallskonarbúð....það virkar vel....p.s. ég sé eftir því að hafa veitt tvær stóru könuglærnar í gær áður en ég fór að sofa....þær hefðu nefnilega pottþétt étið maurinn og þá hefði ekki verið nartað í mig...en ég setti aðra út og hin varð að sitja í glasi í nótt og fylgjast með maurnum éta mig....sexý?

7 ummæli:

Unknown sagði...

ertu farin að bjóða uppá SM skemmtun..?

láttu ekki vaða yfir þig, hvorki maur né fíl...ég vil þig heila heim!

AnnaKatrin sagði...

Hafið er svo magnað og sjórinn ber orkuna svo fallega í öldunum. Njóttu þess vel að vera á bát. E.t.v. getur þú dorgað með línu og öngli. Mundu bara að hafa fötu innan handar til að slengja aflanum ofaní.

Shipp o´hoj

Nikki Badlove sagði...

...ætli fiskur úr nyborgarhöfn bragðist vel....eða á maður kannski ekki að sjóða aflann...

Nafnlaus sagði...

þú þarft nú að gæta þin á því að nybúar eru náttúrusinnar og það gæti truflað þá ef þú settir í einn stóran ég tala nú ekki um ef það er kvótavætt þarna en hvað varðar fötuna þá gæti þurft að hafa hana fyrir annan afla sem kæmi úr yðrum líkamans þegar viðrar illa. Er ekki hætta á að þessir maurar fái magakveisum ef þeir eta íslenstk kjöt?

baba sagði...

vó maur..hermaur...sjæse...mig klæjar við tilhugsunina...komdu þér úr skóginum kona! sjórinn er æði og hann er magnaður...flæðandi eins og lífið....flæðilíf á bátaflæði...passar vel...bið að heilsa frá vallarheiði...konan þín farin að æfa sig að blása...ógó dugleg..og ég sit við tölvuna á sunnudegi og les um heild, neind og framandleika...ógó dugleg líka...

Nikki Badlove sagði...

...maurinn er dauður....búin að pakka....braut umferðalög í síðasta sinn þegar ég keyrði inn einstefnu í Nyack áðan er ég var að skila bílaleigubjúiknum....það fyndna er að vikulegastjörnuspáin mín hafði varað mig við þessu einmitt í dag....og svo komst ég að því að daglega stjörnuspáin í Mogganum birtist líka á ensku í staðarblaði hér....gaman að því...johnycash syngur fyrir mig í bleika herberginu síðustu nóturnar hér á sjuffli....núna þarf ég að hengja bleikanblómálf inní skáp...bara til að prufa...það er svo skemmtilegt...

Nafnlaus sagði...

Núna hugsa ég til moskitóbitin sem voru að angra mig þegar sumarið var að enda. Ég einmitt digga kóngulærnar í herberginu mínu. Þær hjálpa mér að fá ekki kláða. Njóttu þess að vera á bátnum.

Rósa María