18.2.08

...tokyo...japan...ese policeman...

...hallló...eða komitsívá....núna erum við skötuhjúin lentar ásamt fögru föruneyti til kurteisu japan....ég var svo spennt fyrir kurteisinni en eftir einn dag í þessu helvíti er ég að kafna....vá hvað þetta hentar mér ekki....í raun og veru virkar þetta ótrúlega yfirborðskennt á mig og ég held að það sé næstum ekki hægt að fá japana til þess að segja nei eða vera dónó...hahaha...þeir eru samt á fullu í dónablöðunum sem eru til sölu á hverju horni og rúmlega það....meiraðsegja er meira úrval af klámi á hótelisjónvarpinu en hefbundnu sjónvarpsefni.....

....í dag fórum við harpa ásamt litlu prinsessu í barnahof svokallað....það er tileinkað börnum sem fæddust ekki, fæddust andvana eða dóu stuttu eftir fæðingu....við kölluðum það staðinn þar sem glöðu draugabörnin búa.....gaman að því....eiginlega bara falllegt....svona náttúruspot í borginni þar sem heimamenn koma til þess að flýja skarkalann í augnablik.....svo fórum við harpa í neðan jarðalestina....það er snilld....ekkert mál að rata....besta kerfi sem ég hef kynnst hingað til...það erfiðasta við ferðina var að kaupa miða....sem gekk á endanum þegar við föttuðum að ýta á english version...hahaha.....

...hótelið sem við erum á er æði...það er hálfaraldar gamalt og hér er ekkert verið að endurnýja það sem er enn fullnýtanlegt....hönnunin snilld....mannleg og heimilsleg...allt í tekki og yndisleg heitum....kannski ekkert skrítið að sumir komi alltaf aftur og aftur hingað á þetta hótel....eina sem fer í mig er að þurfað horfá starfsfólkið hneigja sig í línum fyrir mér og öðrum gestum...svo finnst mér líka pínu dónó að konurnar eru í geishubúningum (sem tengjast vændi og eru frekar óþægilegir) en karlarnir í jakkafötum....samt er það líka sjarmerandi....núna er ég orkulaus....enda ekki mikið eftir af manni eftir labbidag í stórri borg....hér eru svooooomargir....

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru einhverjar dúfur þarna ?

Nikki Badlove sagði...

...já ég er búin að sjá nokkrar dúfur....sáum eina í dag og við héldum að hún væri skrímsli í dulargervi...en ég er náttúrulega undir áhrifum frá fimmára stelpuling...hahahahahannes....

Heiða sagði...

oooooooooooo. Ég á eftir Japan, og það er sko draumalandið mitt. Ég er alveg að sjá fyrir mér alla að brosa kurteisa og hneigja sig. Vá, já, það hentar mér. Fara í svona kurteisisleik og vera allt í einu ekki eina manneskjan sem brosir að ástæðulausu. Bið kærlega að heilsa Japan og öllu glöðu fólki.

Nafnlaus sagði...

er nokkuð annað að gera en að hneigja sig og bukta á móti og brosa um leið og maður þefar upp hina góðu lykt sem umlykur allt þarna. knús og kossar.

Nikki Badlove sagði...

...auðvitað er ég líka að hneigja mig og brosa....og fíla það líka...en pönkarinn í mér er alveg að fríka út....það má t.d. ekki borða morgunmat á inniskóm...þá sést í tærnar og það er dónó....góða lyktin kallaði Ísadóra klósettgötulykt í gær...hahaha...en hún gýs upp til skiptis við matarilm....