10.2.08

...hiti og sól....

...frekar leiðinlegur og augljós titill en í svona hita er maður ekki eins skapandi....nú er komið að síðasta degi hér á Balí því á morgun er ferðinni heitið til Jakarta....þar eru tónleikar og vonandi náum við að hitta Bjarna og Tiöru tilvonandi konu hans þar....Harpa fór á fílabak í fyrradag en ég fór í aðra ferð....artvillage varð að degi mínum og þar naut ég þess að vera útí sveitinni sveitt að éta lífrænan mat og þykjast vera Hans á meðan Gréta mín flaug um einsog fiðrildi....mér finnst svo gaman að leika mér með litlu dömunni minni....

...í gær fórum við Harpa í silfurverksmiðjuleiðangra og skoðuðum lókalið betur...þ.e. fórum út fyrir hótelveggina og nutum þess að vera bara tvær....í dag var spa dagur hjá okkur....fórum í Balíneskt nudd og fótsnyrtingu....báðar í fyrsta sinn...og eftir nokkra spretti í lauginni fórum við inní spaið og nutum þess að stikna í gufu og sána til skiptis....inná milli hoppuðum við í ískalda laug og núna líður mér einsog nýslegnum túskildingi....hahahaha....fékk meirað segja andlitsskrúbb í gufunni frá sérfræðingi einum sem ferðast í þessum yndislega hóp sem ég kýs að kalla fjölskylduna....þetta er yndislegt....ég hef heyrt ansi spennandi veðurfréttir frá Íslandinu og er ekki laust við að við Harpa séum svolítið afbrýðisamar útí ykkur sem fáið að njóta snjósins....en þannig er það oft með mannskepnuna...okkur langar í það sem er ekki í boði....

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert nema yndirlegt að heyra af ykkur´. Alveg get ég ímyndað mér að þetta sé himneskt að láta stjana svona við sig og það í þessum hita. Allavegna þá er nú það nýmæli að heyra að þið séuð að spá í silfur auðsmanna eða er það hinna fátæku að framleiða þetta. Ég setti inn á mína síðu myndir af snjónum hér heima þannig að þið getið látið ykkur dreyma um kulda og sjnó á meðan þið svalið þorstanum í Bali skál. Biðjum að heilsa Hörpu knús og kossar.

baba sagði...

ég myndi ekkert vera afbrýðisamar útí snjóinn...það er skrýtið að vera svona ferðatepptur..en gaman að vera það hér í fallega húsi...kristín og jökull í sunnudagskaffi..kósíheit...til hamingju með spaið og nuddið...drottningar eruð þið...túrílúú..

Unknown sagði...

búin að hugsa svona þrjátíu sinnum til þín í dag Thelma mín, gaman að geta lesið um dagana þína hér....ha ha....njótið ykkar ofurvel hvar sem þið eruð staddar, við biðjum að heilsa Bjarna og Tiöru alveg rosalega vel,,knús til ykkar allra frá fab five í Garðinum

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég glöð að geta lesið um ævintýrin sem þú lendir í... í ferðalaginu þínu.. yndislegt dekrið sem þið voruð í.. hefði sko alveg verið til í að láta dekra svona við mig.. hér í DK er gott veður sól og 10 stig en mikil öfund útí Veturinn Mikla á Íslandi.. væri sko alveg til í smá snjó.. en hafðu það gott sæta mín og bið að heilsa Hörpu..
kv Helga og strákarnir..

Nafnlaus sagði...

Æ já, ég var að sakna þín í gær og skálaði fyrir þér út í loftið klukkan ca. 11 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Fannstu það nokkuð? Ertu með ísl.númerið úti?
Heiða Eiríks

Nafnlaus sagði...

njóta snjósins neeeee! aðeins of mikið af honum :D
en gott hjá ykkur að dekra við ykkur -ást og friður
xoxo
petra

Nikki Badlove sagði...

...hei kaera folk...tad er erfitt ad vera drotting i svona hita...eg er komin med solarexem og get ekki bedid eftir kuldanum sem bidur okkar i koreu....ast til ykkar allra og takk fyrir ad kommenta....eg er med islenska siman en kveikji sjaldan a honum...hinsvegar er eg med vinnusima og eg er alveg til i ad lata ykkur og tig heida min fa numerid...sendid mer bara meil og ta faid tid tad....

Nafnlaus sagði...

Hæ Thelma okkar
Eitthvað var lélegt samband á símanum. http://smali.blog.is/blog/smali/

nú kann ég ekki að setja upp tengla á þessa síðu svo ef þú heyrir í tölvsnillingnum tengdaföður þínum biddu hann þá að hafa samband. þetta er nú meira svona sagt til þess að þu hafir eitthvað að gera í þessu aðgerðarleysi þínu

kv
Hannes