23.4.08

...jessörí bob...

...komin og farin og komin aftur til London...gaman að því...vorum í plymouth...það var/er sætur bær sunnan við L og er við strönd....núna er ég komin á sætasta hótel ever...gamaldags og ekta....húsið var byggt 1865 og þjónaði m.a. sem kvennaskóli og kvennasjúkrahús....spennó...það eru sko píkustraumar hér á bæ.....hef lítið bloggað því ég gleymdi hleðslutæki tölvunnar í usa...fed exið svolítið lengi að virka og á endanum...sem er í dag...fór ég og keypti mér hleðslutæki fyrir 50 fokkins pund....til að láta mér líða betur þá fór ég og keypti mér dvd og cd fyrir sömu upphæð í annarri búð....núna á ég twinpeaks seríu og killbillI og II....og búddatjill disk sem er að rúlla hér í bakgrunninn...minn...því ekki heyrið þið tónana....hvernig ætli búdda ekki tjill hljómi hugsa ég......ætli orginal hleðslutækið komi ekki á morgun...en þá vitið þið sem þekkið mig að ég á uníversal hleðslutæki sem ég er alveg til í að lána....það virkar reyndar ekki fyrir makka en mér er drullufokkinssama um makkapakkið......

....ég er með svalir á hótelherberginu og það fyndna er að konan í lobbíinu vildi ekki kannast við að það væru svalir á þessari byggingu...en ég kemst út um gluggann minn og það eru meirað segja borð og tveir stólar þar úti og danskur fáni???...kannski eru þetta draugasvalir...kannski er ég í draugaherbergi...númer 11....við harpa horfðum á 1408 um daginn...það er ógnvænleg mynd og súr um hótelherbergi sem er svo útúrdraugað að leonsí gæti ekki einu sinni hrætt draugana þaðan í burtu....ég ætlað halda áfram að fara út að reykja á svölunum og ímynda mér að ég sjáist ekki af götunni....kannski fer ég í alsbert sólbað þar á morgun þar sem það er frekar fínt veður hér í borg....eða landi....

11 ummæli:

Unknown sagði...

þú ert svo fyndin og sæt...
ég er mjög ánægð með það að þú verðlaunaðir sjálfan þig með twinpeaks og killbill...þá fæ ég loksins sjá what the fuzz is about..jee

AnnaKatrin sagði...

dúddamía, alsber á svölunum, kannski með svölunum.

MakkPakk soldið eins og the RatPack.
Nema hvað, ég er ekki Sinatra.
Gaman að heyra frá þér.

AnnaKatrin sagði...

dúddamía, alsber á svölunum, kannski með svölunum.

MakkPakk soldið eins og the RatPack.
Nema hvað, ég er ekki Sinatra.
Gaman að heyra frá þér.

Heiða sagði...

jább, fór í nálastungu í dag, líður fullt betur. er núna búin að hugsa fáránlega fallega til allra sem ég þekki og tók smá thelmu á þetta. sendi nefnilega bara orku út til allra og fékk til baka. málaði græna mynd sem heitir orka, ró og ást! Væmið? Jáoghvaðmeðþað? hehehe

Nikki Badlove sagði...

...það er kúl að vera væmin....ég elska ykkur konur...þið eruð svo fallegar og frábærar...þið gerið allar heiminn miklu betri.....úfff...hver er nú væmin?

Nafnlaus sagði...

Sendum ykkur elskunum okkar óskir um gleðilegt sumar og þakka ykkur fyrir alla þá gleði sem þið gáfuð í vetur. Það er ekki amalegt að vera í L. á þessum tíma og það úti á svölum í gömlu húsi með dendanske fána sér við hlið. Gleði og knús sendum við héðan.

baba sagði...

ekki kalla okkur makkapakk...það er samt soldið kúl...je æm in the makkpakk...það eru margir draugar í gömlu húsunum í englalandi...meiraðsegja heill sjónvarpsþáttur um þá: most haunted...úúúú....enginn draugur á vallarheiði...bara ég og rokið og lóan..

Nafnlaus sagði...

greyið harpa hefur ekki séð litla dverginn sem talar afturábak. .. ... spes kapítula í lífi mínu lauk þegar síðasti tp þátturinn kláraðist... hvað ég var spennt...

ég er búin að taka fram sumarstólana með blómaáklæðinu þannig að þið getið farið að "skreppa" hingað frá snæfellsnesinu ;) lövja.

Nikki Badlove sagði...

...bahahaha...hana hörpu hlakkar mikið til að sjá dverginn...hún veit reyndar ekkert um hann, nema að hann talar afturábak....það væri kannski alveg jafn mikið skrepp til þín héðan frá London...hehehe...svipaður tími í ferðalagið allavega...makkapakkadrusla á vallarheiði...hér er mikið af draugum....og tendgó takk sjálf fyrir veturinn og allt saman....ást og friður...

Linda sagði...

Vá Gugga, hvað mér fannst gaman þegar við vorum að horfa á most haunted heima hjá öldu og matta í London, var búin að gleyma því.

En annars vildi ég bara óska þér og Hörpu gleðilegs sumars... ég held þetta verði besta sumar ever! hjá okkur öllum. Hafðu það gott mín kæra.

p.s. reyndu að sannfæra hana B um að spila á Roskilde í sumar, ég verð þar og martin og ég skal taka vel á móti ykkur með knúsi og kossum.

Nafnlaus sagði...

TwinPeaks vá hvað maður var spenntur yfir þeim.. Linda var hrædd við TwinPeaks.. kannski ég fái það lánað hjá þér og bjóði henni í popp og kók.. hehehe.. en sæta mín njóttu Englalandsins og vorsins..