27.4.08

..Írland kallar...

...núna er ég búin að pakka og bíð spennt eftir því að fara í flugið til N-Írlands....ég talaði við konuna mína áðan og þá var hún á leið í steinaskoðun að hætti Íra...það gerði mig svolítið forvitna enda gleðja steinar mig...ég vona að hún finni góða orku....ég ætlað kíkja á steina á morgun...

...ég er búin með ritgerðina mína...sofandi systur heitir hún og fjallar um femínískt samviskubit og aftengingu kvenna við andann og bælingu innra eðlis...ef þið hafið áhuga á að lesa þá er ég til í að senda hana....hmmm....já...ég er búin að ákveða að skilja tölvuna mína eftir í London heima hjá B....ég ætla bara að fara með bók til að skrifa í og bók til að lesa....ekki örvænta strax þar sem ég kem eflaust til með að kíkja í tölvuna hjá betri helmingnum...ást og friður...gleði og hamingja...hugsaðu jákvætt....það virkar....

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég yrði þakklát ef ég fengi að lesa ritgerðina þína :)

Rósa María

Heiða sagði...

HÆ, mig langar líka að lesa ritgerð, ég er nefnilega, eins og þú veist, með einhvers konar öfugsnúið samviskubit sem brýst út í .....æ þú skilur.... allavega spennt að lesa. Heiða Eiríks

Nafnlaus sagði...

Ég líka :) Langar ofsalega að fá að lesa þessa ritgerð kæri snillingur systir mín. kv.GSJ

Unknown sagði...

hæ hæ
Gaman að lesa bloggið þitt.. en ævintýri. Vildi bara heyra í þér og tékka á sumrinu. Býst við að þú sért komin á annan stað en sendu mér kannski póst á sgudmundsdottir@hotmail.com og láttu mig vita hvort þú komir heim í listaskólann eller hvad.
ástarkveðjur
Sólveig.

baba sagði...

ég vil líka lesa ritgerðina þína elskan...ekki er það jennifer sem var vinkona þín eða systir í amríku? eða kannski jennifer aniston? ég er ógó djellló út í ykkur að vera í norður-íralandi...þar eru rætur okkar íslensku kvennaorku...og vá hvað ég er stolt af þér að hafa verið spontant og velið kensington...það er æði pæði sætt hverfi...mig dreymdi þig áðan...í draumnum var ég að panikka útaf 5 milljón króna leikfangabíl sem ég týndi...og þá komst þú alltíeinu og knúsaðir mig og þá var allt í lagi...hahaha...hlakka til að sjá ykkur:)

Nafnlaus sagði...

Já ég er alveg til í að reyna að botna í þessu alþjóðavandamáli kvenna sem samviskubitið er! Svo ég tek fagnandi á móti skrifum þínum mín kæra...Njóttu dagsins og lífsins :)ást og friður, kv. miss sebnin

Nafnlaus sagði...

meira en lítið til að sjá fræðaskrif þín mín kæra ;) sendu bara á brynjam@gmail.com.

njóttu rinelad..

Nafnlaus sagði...

Sæl elskan
Skilst að allt sé að gerast hér sem er nú augljóst:) Knúsaðu fallegu frænku mína fast frá mér og auðvita átt þú helming af því knúsi. Sé ykkur vonandi í sumar
kossar Svandís Elín

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku systir :), ég hlakka til að sjá þig, nú er ég að byrja í prófum á morgun, þú mátt sko alveg senda mér góða orku og strauma :) mér veitir ekkert af því,luv :)
Dísa

Sigrún sagði...

ú je
mí læk jor færsl só verí möts ðett æ vúdd verí möts læk tú rít a hól ritgerð!!!!

Sigrún sagði...

heyrðu

bless og gangi þér vel með restina af flakkinu......

Nikki Badlove sagði...

...hurðu kúl stelpur...ég er rétt að nettengjast núna síðan þá sem bara einu sinni núna...hahaha...annað herbergi sama hótel....þriðja herbergi á morgun og svo heim...á einkahótelherbergið á vallarheiði...jebbbss...ég ætlað drífa mig að senda ritgerðir,,,,

Nafnlaus sagði...

ómæ eruði að koma heim í heiðina?
má ég líka fá afrit af þessari ritgerð? hljómar vel...
Bið að heilsa Hörpuling
-Katrín (ritgerð sendist á katrinpet@gmail.com)

Nafnlaus sagði...

Vil endilega fá að lesa ritgerðina!! Knús