24.4.08

...ókeypis rauðvín...

...sit í svítunni minni....með rauðvínsglas við höndina....eiginlega frekar við munninn...það er complímentary...ég veit ekki hvort ég eigi að trúa því....kannski er þetta bara besta hótelið ever....hmmm....líka ókeypis vatn....sparkling eða still og ókeypis hnetur og snakk og gúmmíbirnir.....er þetta of gott til að vera satt eða er ég vantrúa á að nokkuð sé ókeypis í þessari veröld okkar.....ég er allavega að reyna að njóta þess.....ég er meira segja svo djörf að ég náði mér í ókeypis net....í stað þess að borga 15 pund fyrir sólarhringinn(eins og ég gerði í gær)þá freistaðist ég til að kíkja á netlistann og náði að tengjast þessu fína neti....

....ég er að gera ritgerð um femínískt samviskubit.....sofandi systur...ég myndi kunna að meta að nornir og galdrakarlar myndu senda mér skrifistrauma....það gengur reyndar vel en mig langar svo mikið til að klára um helgina....það væri brilllíant....núna langar mig að fara niður í lobbí og lokka hótelkisuna uppí herbergi með mér til að kúra....kisur eru svo fallegar og góður félagsskapur...það gleður mig þegar kisur eru á stöðum þar sem maður á ekki von á því...eins og í Duus-húsum í Reykjanesbæ....þar er hann Dúsi kisi....sem er reyndar kona...loks búið að kyngreina greyið rétt....ég kallaði hann alltaf Freyju þar til dýralæknirinn sagði að hann væri strákur....en núna er læknirinn búin að breyta um skoðun....eða breytti kisi um skoðun....söng á kisumáli: one day i´ll grow up and be a beautiful woman.....lalalala.....það er margt skrítið í kýrhausnum.....ég sakna konunnar minnar svo mikið....en það gleður mig á einhvern sm-hátt....því þá veit ég hversu heitt ég elska hana....hvenær ég fæ að sjá hana veit ég ekki alveg.....en allavega næstu helgi....kannski fyrr.....hmmm....ég er greinilega orðin góðu vön.....ég ætlað einbeita mér að sakna ykkar sem ég hef ekki séð lengi....og senda ykkur öllum ást og gleði í mallana ykkar.....

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ætla að segja þér frá mínu feminíska samviskubiti. búin að vera veik og vorkenna mér svo mikið eitthvað að ég tala um að ég sé að röfla og væla eins og karlmaður. skammast mín fyrir að vera svona mikill "aumingi"... bara karlmenn barma sér svona mikið í veikindum. í það minnsta er mýtan þannig. konur mega ekki kvarta undan veikindum - við stöndum okkar pligt.

gott að þú elskir svona mikið ... það er gott að elska... ég er tilbúin að elska á ný :) kv. fat-lefty

Linda sagði...

Heyrðu mig besta besta, verður þú sem sagt í London í næstu viku??? Ég er nefnilega að koma á þriðjudaginn til Essex og verð í Englalandinu í viku. Væri yndislegt að hittast ef það er möguleiki.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar kæra systir og takk fyrir veturinn. Af okkur er allt gott að frétta. Við Ásdís Hjálmrós teljum dagana þar til þú kemur heim. Söknum þín mikið og sú litla búin að panta að fá að sofa hjá Thelmu sinni :) Gangi þér vel með ritgerðina. Ég gæti vel hjálpað þér með þetta kvenna samviskubit. Hrjáist af því stöðugt ;) Knús til þín. Love Love Love, GSJ

Nikki Badlove sagði...

...æji þetta blessaða samviskubit er afurð margra alda kúgunar....við verðum að vinna í því....litla dýr má sko alveg koma og gista í frænkukoti...og linda við verðum alveg að reynað hittast...ég vona bara að ég verði ekki farin ákkúrat þegar þú lendir...veit ekkert nema einn dag í einu...jússssí jú....fat-lefty mín þú hefur alltaf verið tilbúin að elska...kannski er heimurinn bara rétt að verða tilbúin fyrir þig....égelskaykkurstelpurmínar...

Nafnlaus sagði...

gleðilegt sumar elsku vinkona og takk fyrir veturinn:)

Það er ekkert að frétta af fyllerýbullinu mínu!!!

Elska þig líka - hlakka til að hitta þig i mai

Armida

baba sagði...

skrifstraumarnir eru fljótandi héðan til þín í gegnum hold heimsins...við erum nefnilega bara sitthvort líffærði á einum alheimslíkama...múhhaha..Var að koma af Merleau-Ponty fundi og þá tala ég svona sko..haha...tók rúnt um kópavoginn í strætó..framhjá stávídjó og höfninni og öllu gamla húddinu bara...sólin skín í vorinu sem er á leiðinni að verða sumar..skein svo mikið á mig á kópavogsröltinu að ég var komin úr úlpu og úr peysu...komin undan vetri...hlakka til að sjá ykkur...veiveiveiveivei!

Unknown sagði...

hey thelma:ég sakna þín!!!!

linda: ég þekki mann frá essex...hann segir að það er cult í essex að vera með strípur í hárinu og rúnta..

Nikki Badlove sagði...

...úff ég sakna þín líka ofboðslega mikið...en á sunnudagskveldið verður rosasprengjuknús...og hugsanlega náum við líkað knúsa linduna og martininn....júbbbbbbí

Nafnlaus sagði...

á nú að fara að láta okkur karlpeningin fá samviskubit vegna ártuga samviskubits kvenna sjensinn þið ákváðuð þetta sjálfar til að kanna innri líðan þegar konur væru farnar að slappast í því sem þær eru bestar þ.e. að hugsa vel um aðra. Knús og kossa og skál

Nikki Badlove sagði...

...ég ælta ekki að "láta" þig fá samviskuvit...samviskubitið er til staðar vegna sögunnar...vegna þess að konur hafa lengi verið í öðru sæti á eftir karlmönnum....en ég skil vel að þú sért með samviskubit því þú ert svo yndislegur maður og vel tengdur....þessi kenning á nefnilega líka við um hugsandi karlmenn....auðvitað tekur það á þig að vita til þess að dóttir þín, kona þín og mamma þín hafa fengið að finna fyrir kyninu....úfff...knús og kossar án samviskubits....

Heiða sagði...

mmmm complimentary gummy-bears!

Linda sagði...

Já ég hef heyrt um þetta fólk Harpa, þau eru víst kölluð "chavs" og elska burberry mynstur, eru með aflitaðar strípur og hafa sinn eigin hreim. Konurnar þeirra ganga allar í g-streng sem stendur upp úr buxunum. Hef ég heyrt alla vega, ég hef aldrei séð einn sjálf. Svo er líka ógeðslega mikið af gömlu fólki og spilakössum í Essex.